Skilmálar

Skilmálar

 

17 sortir efh.

Kt 420615-1320

 

Grandagarður 19

101 Reykjavík

Sími 5711701

Kringlan 4 - 12
103 Reykjavík
Sími 5711705

 

17 sortir áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

Allar pantanir eru óendurgreiðanlegar  en hægt er að breyta, fresta eða aflýsa pöntun og fá inneignanótu með að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara.

 

Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir þú að þú hafir lesið 'Áður en þú pantar' síðuna okkar þar sem helstu upplýsingar um sérskreytingarnar okkar er að finna. Sé pöntun ekki samkvæmt þeim upplýsingum áskilur 17 sortir sér þann rétt að breyta pöntun í samráði við viðskiptavin. Sé ásættanleg breyting ekki finnanleg þá býðst viðskiptavini að fá inneignarnótu fyrir framtíðarpöntun í staðin.

 

Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar á þeim degi sem viðskiptavinur velur. Pantanir þarf að sækja í þá verslun sem valið er. 17 sortir bjóða ekki upp á heimsendingu. Sá sem pantar þarf að kynna sér opnunartíma verslana áður en afhendingartími er valinn.

 

Verð á vöru
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% vsk

 

Að skipta og skila vöru
Ekki er hægt að skila eða skipta köku eftir að hún hefur verið afgreidd úr verslun.

 

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn  
Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

 

Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur(ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d.Garðabæ eða Kópavogi)