Sérpantanir - Gott að hafa í huga

Við biðjum um að allar pantanir séu framkvæmdar í gegnum vefsíðuna þar sem að hér er örugg greiðslugátt og þá færast pantanir einnig rétt inn í kerfið okkar og þar af leiðandi er minni hætta á að upplýsingar fara á mis. Fyrir aðstoð með pöntun í gegnum síðuna reynum við að svara sem fljótast á facebook.

 

Við biðjum umtveggja  daga fyrirvara á pöntunum. Fyrirspurnir um pantanir með styttri fyrirvara geta borist okkur á facebook eða í gegnum tölvupóst á 17sortir@gmail.com

 

Til þess að panta skoðarðu vöruúrvalið okkar hér. Þar velurðu hvers kyns köku þig langar að panta, tertu, vegan tertu, bollaköku o.s.fv., og velur svo bragðtegund. Þegar búið er að smella á bragðtegundina geturðu valið þér fjölda, stærð og skreytingu eftir að því sem að við og látið það svo í körfuna. Þar eftir þarf að fara í körfuna, fylla út þær upplýsingar sem beðið er um og svo staðfest pöntun með greiðslu.

 

Tertur

Við útfærum útlitið á sérpöntuðum kökum í samræmi við óskir viðskiptavina okkar - mjög gott er að hafa mynd til að styðjast við.

Allar bragðtegundir er hægt að fá afhentar í öðrum lit en þeim sem er á staðlaða útlitinu þeirra, en þær eru þá fylltar með því braðgi sem valið var en smurðar að utan með vanillusmjórkremi, ólitðuð eða í þeim lit sem óskað var eftir. Skreytingar taka svo mið af þeirr mynd sem að send er með pöntuninni. Við biðjum einnig að viðskiptavinir okkar lesi ‚Áður en þú pantar‘ síðuna okkar til þess að leggja pantanir inn rétt.

 

Bollakökur og minni bitar

Lágmarkspöntunin á bollakökum er 6 stk per tegund. Ef að þessi fjöldi hentar ekki þá mælum við frekar með að kíkja í næstu Hagkaups verslun og velja úr borðinu þar.

 

Lágmarkspöntun á mini bollakökum er 20stk per tegund og fást þær eingungis eftir pöntun.

 

Athuga þarf opnunartíma verslana áður en afhendingartími er valinn. Kökurnar okkar þola vel að geymast í sólarhring í kæli eða á köldum stað og því er bæði þægilegt að öruggt að panta kökur til afhendingar degi fyrir veislu/viðburð.