Svona pantar þú

Pantanir eru gerðar hér á síðunni okkar og við biðjum um að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara.

 

Þú velur fyrst hvað þú vilt panta; tertu, bollakökur, veislubita osfrv., ferð inn í þá vöru og fyllir út þar til gerða eyðublað varðandi fjölda og skreytingu og setur í körfuna. Svo þarf að fara í körfuna og fylla út þínar upplýsingar, velja dagsetning og afhendingarmáta og svo staðfesta pöntun með greiðslu. Við biðjum um þriggja daga pöntunarfyrirvara þannig að sjálfkrafa afhendingardagsetningin er alltaf þrjá daga í framtíðinni, en það er hægt að breyta henni. Vinsamlegast athugið svo staðfestingarpóstinn ykkar til að vera viss um að allar upplýsingar þar séu réttar, þá sérstaklega afhendingardagurinn, svo að við getum breytt því ef þess þarf.

 

 

Tertur

Það er hægt að panta tertur í standard skreytingu eða sérskreytingu. Standard skreyting er eins og vörumyndin fyrir hverja bragðtegund fyrir sig, allar breytingar út frá því, þar á meðal myndir af skreytingum í galleríunum okkar, eru sérskreytingar og kosta aukalega. 
Ef þú vilt sérskreytta köku þarf að láta allar upplýsingar um skreytinguna fylgja með pöntuninni með því að haka í 'hengja við mynd eða texta'
Allar bragðtegundirnar okkar geta verið skreyttar hvernig sem er, svo lengi sem það er í okkar stíl þannig að kaka sem er t.d. með bleiku kremi í standard útliti getur alveg verið blá ef hún er sérskreytt.
Ef að þið viljið skreytingu sem að við höfum ekki gert áður þá þarf að senda hana á okkur áður en pöntun er staðfest með amk 5 virkra daga fyrirvara svo að við getum skoðað hvort að það þurfi að aðlaga skreytinguna til þess að við getum gert hana.
Ath. að stærðin á kökunni hefur áhrif á lögunina á henni, og sumar skreytingar geta ekki verið gerðar í öllum stærðum, t.d. geta kökur með andlit á hliðinni eins og einhyrningar ekki verið gerðar í 16 manna stærðinni því þær eru of lágar og breiðar.

 

 

Bollakökur

Lágmarkspöntun á bollakökum er 12 stk per bragðtegund eða 20stk í kassa fyrir mini bollakökur. Það er líka hægt að breyta skreytingunni á bollakökum eða prenta út mynd eða texta ofan á þær með því að haka í 'hengja við mynd eða texta' en það er ekki hægt að lita öll bollakökukrem í öllum litum án þess að mögulega breyta bragðinu á kreminu.
Það er einnig hægt að fá bollakökublöndur í búðinni okkar af úrvali dagsins og þá er hægt að kaupa færri en 12, en það er þá ekki hægt að fyrirframpanta bragðtegundir.

 

Við mælum með að skoða Áður en þú pantar fyrir frekar upplýsingar um stærðir og skreytingar.